
Gjaldskylda tekin upp á bílastæðum
Nú hefur tekið gildi gjaldtaka á bílastæðum á sunnanverðu Landspítalasvæðinu en það var tilkynnt fyrir nokkru að það stæði til. Gjaldskyldan er á milli kl. 08.00 og 16.00 og svæðið er auðkennt með skiltum. Hægt er að greiða við innganga í húsnæði Háskólans (Læknagarðs), við inngang Landspítalans eða með skönnun á QR-kóða í farsíma og tilheyrandi greiðsluferli.