Vel gengur við uppsteypu á rannsóknahúsi

Vinna við uppsteypu á rannsóknahúsinu gengur vel enda hefur viðrað vel að undanförnu þrátt fyrir úrkomudaga inn á milli. Nú er unnið er nú að því að stilla upp mótum fyrir veggi og súlur undir þakplötu ásamt því að uppsteypu plötu fimmtu hæðar er að klárast vestan megin í húsinu.

“Unnið er að steypa veggi og súlur undir fimmtu hæð austanmegin í húsinu. Vinna við fyllingar er langt komin hjá verktaka,“ segir Jóhann G. Gunnarsson staðarverkfræðingur hjá NLSH.

Undirbúningur og uppsetning útveggjaklæðningar hefst í nóvember á þessu ári og stefnt að útboði vegna innanhússfrágangs í lok árs 2025. Stefnt að því að vinna við innanhússfrágang hefjist á vormánuðum 2026.