Vinnumenn að steypa meðferðarkjarna

Góður gangur við uppsteypu meðferðarkjarna

Uppsteypa við meðferðarkjarna er á góðu skriði þessar vikurnar, þar sem stærstur hluti hússins er kominn upp úr kjöllurum.

„Í vestasta hlutanum er verið að slá upp og steypa ramma og súlur á 3. hæð og annars staðar fer vinna að mestu fram á 1. hæð. Þar sem meðferðarkjarninn er kominn að hluta upp á þriðju hæð, er hann orðinn mjög sýnilegur frá Hringbraut og víðar að.

Unnið er við uppsteypu tengiganga á milli meðferðarkjarna og rannsóknahúss, þar sem verið er að steypa veggi. Þegar fyllt hefur verið að tengigangi verður umferð um vinnusvæðið nokkuð auðveldari,“ segir Árni Kristjánsson staðarverkfræðingur Nýs Landspítala.