Verið að færa girðingu til þess að setja hlið

Grafið fyrir undirstöðum vegna uppsetningar á aðgangshliðum á vinnubúðareit

Í dag var unnið við að grafa fyrir undirstöðum á austari hluta vinnubúðareits við Vatnsmýrarveg þar sem sett verða upp aðgangshlið.

Vinnan mun taka nokkra daga og fjöldi hliða sem sett verða upp á framkvæmdasvæðinu eru níu talsins.

Stýring umferðar inn og út af framkvæmdasvæðinu er mikilvægur öryggisþáttur í verkframkvæmdinni.