starfsmenn frá Heilbrigðisráðherra Gíneu

Heilbrigðisráðherra Gíneu ásamt föruneyti í heimsókn

Í dag heimsótti heilbrigðisráðherra Gíneu framkvæmdasvæði NLSH ásamt sendinefnd skipuð aðilum frá ýmsum fyrirtækjum og stofnunum.

Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri NLSH, tók á móti gestum og síðan hófst kynning á helstu framkvæmdaverkefnum NLSH undir stjórn Gísla Georgssonar og Ásbjarnar Jónssonar hjá NLSH.

Að kynningu lokinni var farið í vettvangsferð um framkvæmdasvæðið þar sem Ásbjörn Jónsson og Ólafur M. Birgisson hjá NLSH fræddu gestina um framkvæmdirnar. Mikil ánægja var meðal gesta með heimsóknina.

Sendinefndina skipa:

  • Mr. Mamadou Pathé Diallo, Gíneu, heilbrigðisráðherra Gíneu
  • Mr. Adam Bodewig, Þýskalandi, CEO Enverque (fjárfestir)
  • Mr. Alpha Boubacar Diallo, Gíneu, fulltrúi Íslamska Þróunarbankans (IDB) í Gíneu
  • Mr. Rufin Sylvesstre Mahutin, Þýskalandi, fulltrúi Enverque og Prolinkon Gmbh.
  • Mr. Mario Morel Chaou, Gíneu, CEO Enverque Guinee (Medical Biology Laboratory)
  • Prof. Dr. Daniel Hanggi, Þýskalandi, Director of the Department of Neurosurgery of the Unversity Hospital Dusseldorf (UKD)
  • Dr. Partha P. Banerjee, Indlandi, President – Global Bussines Development, of APIDRUG.com (Jafnframt aðalræðismaður Íslands á Seyshelles-eyjum)
starfsmenn frá Heilbrigðisráðherra Gíneu
Smelltu á myndina til að stækka