
Heimsókn Byggingafræðingafélags Íslands ásamt finnskum gestum
Þann 26.apríl komu góðir gestir í heimsókn og það var hópur finnskra tæknimanna sem komu sem gestir á vegum Byggingafræðingafélags Íslands. Hópurinn skoðaði ýmis framkvæmdaverkefni í ferðinni og framkvæmdasvæði NLSH var eitt þeirra. Gísli Georgsson, verkefnastjóri á tækni- og þróunarsviði, NLSH hafði umsjón með kynningunni og að henni lokinni tók við skoðunarferð um framkvæmdasvæðið undir leiðsögn Steinars Þórs Bachmann verkefnastjóra á framkvæmdasviði.
„Við hjá Byggingafræðingafélagi Íslands eigum í norrænu samstarfi með kollegum okkar frá Finnlandi varðandi heimsókn þeirra til Íslands í lok apríl og það var mikil ánægja hjá hópnum með að fá að heimsækja byggingasvæði stórframkvæmda,” segir Stefán Steindórsson formaður félagsins.