Gunnar og Dagur

Helstu útboð NLSH á árinu 2021 – útboðsþing SI um verklegar framkvæmdir

Að sögn Gunnars Svavarssonar, framkvæmdastjóra NLSH, þá er áætlað að verk verði boðin út á árinu á vegum NLSH fyrir allt að 11.000 mkr.

Helstu útboð á árinu 2021 hjá NLSH:

Jarðvinna – rannsóknahús. Þetta er opið útboð sem verður auglýst í febrúar/mars.

Fullnaðarhönnun bílakjallara. Þetta útboð hefur verið auglýst og opnun tilboða er 9.febrúar.

Útboð um rörpóst. Er í samkeppnisviðræðum sem mun ljúka í mars.

Útboð um sorp og lín kerfi í nýjan spítala. Er á útboðsstigi eftir forval. Lýkur í apríl.

Bílastæða og tæknihús. Alútboðsverk. Afhent í febrúar/mars eftir forval.

Útveggir meðferðarkjarna. Samkeppnisútboð eftir forval í apríl/maí.

Gatna og veitnagerð þriðja áfanga. Útboð auglýst í maí/júní.

Önnur smærri verk og þjónustuútboð.

Nánar á upptöku frá útboðsþingi