
Jarðvegsframkvæmdir fyrir nýjan meðferðarkjarna ganga vel
Jarðvegsframkvæmdir við grunn nýs meðferðarkjarna hafa gengið vel á framkvæmdatíma og er að mestu lokið.
Í mars og apríl verður unnið við bergskeringar í norður - og vesturvegg ásamt smávægilegum bergskeringum í botni grunnsins.
Stefnt er að ljúka vinnu við grunninn í lok apríl.