Jarðvinna fyrir rannsóknahús

Jarðvinna gengur vel vegna byggingar á rannsóknahúsi

Háfell ehf. er jarðvinnuverktaki vegna rannsóknahússins og gengur jarðvinnan vel segir Bergþóra Smáradóttur verkefnastjóri hjá NLSH.

„Jarðvinna vegna rannsóknahúsins er í fullum gangi og hefur sú vinna gengið vel. Enn er unnið að uppgreftri á lausu jarðefni og mun sú vinna standa yfir á næstunni. Undirbúningsvinna hjá NLSH ohf. og Háfell ehf. vegna sprenginga er hafin, en áætlað er að þær hefjist innan tíðar“, segir Bergþóra.

Á mynd sést framkvæmdasvæði rannsóknahússins, vestan við Læknagarð.