
Jarðvinna nýs meðferðarkjarna á lokastigi
Nú hillir undir lok á jarðvinnu við grunn vegna byggingar nýs Landspítala við Hringbraut.
Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri NLSH, segir að jarðvinnuverkefninu og gatnagerð muni ljúka í maí næstkomandi.
Þá verður grunnur meðferðarkjarna og bílakjallara tilbúinn ásamt vinnu við bílastæði og gatnagerð.
Einnig standa fyrir dyrum útboð vegna uppsteypu meðferðarkjarnans og að fimm verktökum verði afhent útboðsgögnin.
Uppsteypa meðferðarkjarnans mun standa yfir í tvö og hálft ár og stefnt er að þvi að vinnu við meðferðarkjarnann ljúki 2025.
Einnig er unnið að útboðum fleiri verkþátta og að framkvæmdir verði í fullum gangi í vor og í sumar