
Jarðvinna vegna bílakjallara undir Sóleyjartorg á lokametrunum
Sprengivinnu við grunn bílakjallara er lokið og unnið er við að fjarlægja efni úr vinnurömpum.
Bílakjallarinn verður staðsettur undir Sóleyjartorgi austan við meðferðarkjarna.
Áætlað er að jarðvegsframkvæmdum vegna bílakjallara ljúki í vikunni.