
Framkvæmdir sunnan og vestan við Eirberg
Unnið er við frágang á svæðinu sunnan við geðdeildarbyggingu Landspítala.
Verið er að malbika innkeyrslu og að leggja snjóbræðslu og hellulögn.
Bílastæði fyrir hreyfihamlaða verða stækkuð og aðgengi að svæði við geðdeildarbyggingu bætt.
Verklok eru áætluð í lok maí.