Honnunarfundur hjá NLSH

Mörg verkefni fram undan á hönnunarsviði

Verkefni hönnunarsviðs þessa daga eru umfangsmikil og má þar helst nefna áframhaldandi vinna við meðferðarkjarna, rannsóknahús og bílakjallara undir Sóleyjatorgi segir Sigríður Sigurðardóttir, sviðsstjóri hönnunarsviðs NLSH.

Einnig er í vinnslu útboð vegna útveggjaklæðningar meðferðarkjarna. Forval vegna verkefnis fyrir Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands var auglýst í sumar og í vinnslu eru útboðsgögn vegna nýbyggingar hjá Læknagarði og endurbætur á honum. Þá er búið að bjóða út hönnunarverkefni vegna nýbyggingar við Grensás, endurhæfingarstöð Landspítala, segir Sigríður.