Regnbogar fyrir ofan vinnusvæðið

NLSH fær Nosyko til ráðgjafar

Norska ráðgjafafyrirtækið Nosyko hefur verið ráðið af NLSH til að undirbúa tækjakaup í nýja rannsóknahúsið en fyrirtækið var stofnað fyrir rúmum fimmtíu árum og hefur komið að mörgum verkefnum á sviði heilbrigðistækni, innan og utan Noregs. Af nýlegum verkefnum Nosyko má nefna ný sjúkrahús í Drammen og í Östfold en viðskiptavinir fyrirtækisins eru af fjölbreyttum toga og er það afar reynslumikið.

Að sögn Ingólfs Þórissonar, sviðsstjóra þróunar hjá NLSH skilaði NOSYKO fyrsta áfanga í vinnu sinni í byrjun mars. NOSYKO rýndi áætlnir um kaup rannsóknatækja og bar saman við reynslu frá öðrum sjúkrahúsverkefnum sem NOSYKO hefur komið að. Helstu niðurstöður NOSYKO eru að áætlanir um heildarumfang rannsóknatækja séu í að mestu í góðu samræmi við sambærileg norsk sjúkrahúsverkefni. NOSYKO kom með ýmsar góðar ábendingar varðandi skilgreiningu á rannsóknatækjum og að val á aðferð við innkaup og útboð væri mikilvæg. Framundan er að skrá upplýsingar um rannsóknatæki sem Landspítali á nú þegar og fyrirhugað er að flytja í nýbygginguna.