
Ný bílastæði í inngarði Barnaspítala
Búið er að opna ný skammtíma og sleppistæði fyrir Barnaspítalann í inngarðinum milli Barnaspítala og kvennadeildar. Þessi stæði eru fyrir sjúklinga og aðstandendur og eru ekki ætluð starfsfólki spítalans.
Aðalinngangur Barnaspítala er með akstursaðkomu frá Laufásvegi og Barónsstíg.
Frágangsvinna við hellulögn í inngarðinum er á lokametrunum.
Gönguleið verður framhjá Barnaspítala, í gegnum inngarðinn og upp með austurhlið kvennadeildar að Kringlu og Gamla Spítala.