
Ráðgjafarnefnd Landspítala skoðar framkvæmdir við nýjan Landspítala
Fulltrúar frá ráðgjafarnefnd Landspítala skoðuðu í dag framkvæmdir við nýjan Landspítala við Hringbraut.
Framkvæmdastjóri NLSH, Gunnar Svavarsson, kynnti stöðu Hringbrautarverkefnisins með heimsókn á framkvæmdasvæðið.
Stefnt er að þvi að nýr meðferðarkjarni verði tekinn í notkun árið 2026.
Á mynd er hluti hópsins á verkstað á framkvæmdasvæði nýs Landspítala.