
Risaverk á tímum óvissu, umfjöllun Morgunblaðsins
Morgunblaðið fjallar í dag um nýjustu stöðu Hringbrautarverkefnisins þar sem rætt er við Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóra NLSH ohf.
Þar kemur m.a. fram að heildarkostnaður við byggingu við nýjan meðferðarkjarna sé um 55 milljarðar króna að undanskildum útreikningi við framtíðarverðlagsþróun og að heildarkostnaður við þær fjórar byggingar sem NLSH ber ábyrgð á byggingu sé um 80 milljarðar króna.
Þær byggingar eru nýtt sjúkrahótel, sem þegar hefur verið tekið í notkun, nýr meðferðarkjarni, rannsóknahús og bílastæða og tæknihús.