Vinnumenn að flytja inn husaeining

Síðustu húsin í fyrsta áfanga gámabyggðar við vinnubúðareit komu í dag

Vegna framkvæmda við nýjan Landspítala er nú risin gámabyggð sem mun hýsa starfsemi fyrir framkvæmdaaðila og auk þess mötuneytisaðstaða og ýmis önnur stoðþjónusta.

Í dag voru síðustu húsaeiningarnar hífðar á vinnubúðareitinn og fjöldi húsa sem sett hafa verið saman er 28.

Nú er unnið við að loka síðustu húsunum í fyrsta áfanga og ganga frá þeim að innan og síðan hefst undirbúningur að áfanga tvö þar sem 14 húsaeiningar munu rísa.

Sett hefur verið upp spennustöð á svæðinu og vinna hefst fljótlega við að tengja rafmagn í húsin.