
Stafræn vindgreining tæknilausna
Í suðurenda nýja bílastæðahússins er ýmis tæknibúnaður sem þjónar nýjum meðferðarkjarna og rannsóknahúsi (RSH). Þar á meðal eru varakerfi ef veitukerfi borgarinnar bregðast. Það er vararafstöð og varakynding. Nýju byggingarnar munu því geta starfað að fullu þó svo veitukerfin fyrir heitt vatn og rafmagn bregðist. Þegar varakerfin eru keyrð kemur frá þeim útblástur sem er leiddur upp á þak bílastæðahússins. Þar mun útblæstrinum verða sleppt í 5 m hæð yfir bílastæða- og tæknihúsinu (BT). Mikil vinna hefur verið lögð í að greina dreifingu útblásturins með vindgreiningu til þess að fyrirbyggja að hann berist í loftinntök nýbygginganna.