
Sumarstarfsmenn NLSH sinna ýmsum viðhaldsverkefnum
Á undanförnum árum hefur NLSH ávallt lagt mikla áherslu á snyrtilegt umhverfi á framkvæmdasvæðinu við Hringbraut og einnig við Grensás og eftir þvi hefur verið tekið.
Á hverju sumri eru girðingar merktar og málaðar og svæðið hreinsað. Einnig sinna starfsmennirnir ýmsum öðrum verkum, þökuleggja og þrifverkum innanhúss svo sem gluggaþrifum.
Hópurinn gaf sér tíma til myndatöku einn góðviðrisdaginn og á mynd eru: Katla Ólafsdóttir, Arnar Kári Atlason og Eydís Dúna Hjaltadóttir.