
Tekið var á móti fyrstu húseiningunum á vinnubúðareitinn í morgunsárið
Í dag voru fyrstu húseiningarnar fluttar á vinnubúðareitinn á framkvæmdasvæði við nýjan Landspítala og fleiri hús eru væntanleg á næstu dögum.
„Von er á sjö húsum í dag og þá tekur við vinna við að stllla þessu öllu saman upp, setjum ákveðnar festingar á milli húsa og göngum þannig frá þessu að þau þoli hvaða veður sem er.
Þegar það klárast tekur við innivinnan“, segir Guðmundur Magnússon hjá Terra verktökum