
Tilboð opnuð vegna útboðs á húsbúnaði í mötuneyti á vinnubúðareit við nýjan Landspítala
Þann 4. desember voru opnuð tilboð í húsbúnað (borð og stólar) í mötuneyti á vinnubúðasvæði vegna byggingar á nýjum Landspítala.
Um útboðið gilda lög um opinber innkaup nr. 120/2016.
Tilboð bárust frá eftirtöldum aðilum:
Axis húsgögn ehf
Á Guðmundsson ehf
Bender ehf
Hirzlan ehf
Penninn ehf
Sýrusson ehf
Farið verður yfir tilboðin og þau metin samkvæmt forskrift í útboðsgögnunum.
Niðurstaða verður síðan birt þann 11 desember.
Á mynd Steinar Þór Bachmann og Einar H. Reynis verkefnastjórar hjá NLSH