mynd af asbjorn

Uppsteypa á nýjum meðferðarkjarna hefst í vor

  • Fjallað er um fyrirhugaða uppsteypu á nýjum meðferðarkjarna og um niðurstöðu á hæfni fyrirtækja til að annast verklegu framkvæmdina í sjónvarpsfréttum RÚV.
  • Stefnt er að því að byrja að steypa stærstu byggingu Hringbrautarverkefnisins nýjan meðferðarkjarna í vor.
  • Ásbjörn Jónsson, sviðsstjóri NLSH: „Við erum að stefna á að uppsteypan geti hafist núna í vor. Fara út með uppsteypuútboðið í byrjun næsta mánaðar þannig að þá liggur fyrir hvaða verktaki hlýtur það verk svona í lok mars, byrjun apríl og svo strax í framhaldi af því getum við byrjað. Það má gera ráð fyrir að þessi uppsteypa taki tvö og hálft ár, ég held að það sé nokkuð nærri lagi.“
  • Áætlað er að nýr meðferðarkjarni verði tekinn í notkun 2025.
  • Frétt RÚV