bekkir við sjó

Útsýnisstaður opnaður í Reykjavík, efni úr grunni við nýtt þjóðarsjúkrahús notað í landfyllinguna

Opnaður hefur verið nýr útsýnisstaður í Reykjavík við landfyllingu við Klettagarða í Sundahöfn. Faxaflóahafnir hafa komið upp aðstöðu fyrir almenning til að njóta útsýnis og að virða fyrir sér borgina frá nýju sjónarhorni.

Hefur efni úr grunni við nýtt þjóðarsjúkrahús verið notað í landfylllinguna allt að 280 þúsund rúmmetrar eða um 25 þúsund vörubílaferðir með fullfermi efnis.

Með þvi að flytja efnið þessa stuttu leið, úr grunninum að Sundahöfn, hafa sparast á annað hundrað milljónir sökum þess hversu stutt leiðin er.

NLSH ohf og Faxaflóahafnir hafa haft samstarf um þetta verkefni.

Nánar á mbl.is