
Verðandi forstjóri Landspítala heimsækir framkvæmdasvæði við nýjan Landspítala
Í dag heimsótti Runólfur Pálsson, verðandi forstjóri Landspítala, framkvæmdasvæði við nýjan Landspítala.
Framkvæmdastjóri NLSH, Gunnar Svavarsson, kynnti stöðu Hringbrautarverkefnisins og Ásbjörn Jónsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, kynnti framkvæmdir á verkstað.
Á mynd: Ásbjörn Jónsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs NLSH, Runólfur Pálsson, verðandi forstjóri Landspítala, Dagný Brynjólfsdóttir í stjórn NLSH og Finnur Árnason, stjórnarformaður NLSH.