
Verið að klára uppgröft áður en sprengivinna hefst vegna byggingar á rannsóknahúsi - verklok eru áætluð vorið 2022
Vinna við jarðvinnu við rannsóknahús gengur vel og nú styttist í verklok á vinnu við uppgröft á lausu jarðefni, Bergþóra Smáradóttur verkefnastjóri hjá NLSH.
„Jarðvinna er enn í fullum gangi og hefur sú vinna gengið vel. Verktaki hefur að stórum hluta lokið við uppgröft á lausu jarðefni en það er sá verkþáttur sem hefur tekið hvað lengstan tíma. Undirbúningsvinna hjá NLSH og Háfell vegna sprenginga hefur staðið yfir í nokkurn tíma en sprengivinna er þó ekki enn formlega hafin“, segir Bergþóra.
Háfell ehf. er jarðvinnuverktaki vegna rannsóknahússins.
Á mynd sést framkvæmdasvæðið sem er vestan við Læknagarð.