
Niðurstaða örútboðs í húsbúnað vegna mötuneytis á vinnubúðasvæði
Vinna í fyrsta áfanga á vinnubúðareit gengur vel og verið er að undirbúa uppsetningu á mötuneytisaðstöðu. Risin er um 400 fermetra gámabyggð og er unnið við innanhúsfrágang og við undirbúning að áfanga tvö.
„Unnið hefur við síðustu daga við innivinnu hér í mötuneytinu. Búið er að dúkleggja og að sparsla í gólf við vinnu í innveggjum. Verið er að undirbúa lagnavinnu áður en hægt verður að taka á móti salernisbyggingu og fataaðstöðu á næstu dögum, segir Guðmundur Magnússon hjá Terra einingum.