gangandi vegfarendur fyrir utan spitalann

Samþykktir NLSH

Nafn, heimili og tilgangur félags

1. gr.

Félagið er opinbert hlutafélag og er nafn þess Nýr Landspítali ohf.

Heimilisfang félagsins er Vatnsmýrarvegur 22, 101 Reykjavík. Varnarþing þess er í Reykjavík.

2. gr.

Tilgangur félagsins er að standa að undirbúningi og framkvæmd vegna byggingu nýs Landspítala við Hringbraut í Reykjavík auk annarrar sérhæfðar sjúkrahúsþjónustu í samræmi við ákvarðanir stjórnvalda.

Meginverkefni félagsins er að vinna að samhæfingu, undirbúningi, áætlanagerð, útboðum, framkvæmdum og skilamati vegna nýrra bygginga Landspítala og annarra sjúkrahúsa í samræmi við fyrirliggjandi fjárhagsramma.

Félagið getur einnig, samkvæmt nánari ákvörðun heilbrigðisráðuneytis og fjármála- og efnahagsráðuneytis, unnið að eftirfarandi verkefnum:

  • Að skilgreina þörf Landspítala og annarrar sérhæfðrar sjúkrahúsþjónustu fyrir húsnæði til lengri tíma á grunni áætlana um rekstur og umbætur í starfsemi á grundvelli heilbrigðisstefnu og halda utan um uppbyggingu slíkra innviða.
  • Að endurmeta skipulag svæða og vinna í því sambandi tillögur um breytta nýtingu eldri bygginga og ráðstöfun bygginga sem ekki verða nýttar til starfsemi Landspítala eða annarra sjúkrahúsa.
  • Að endurhanna eldri byggingar í ljósi breyttrar nýtingar, bjóða framkvæmdir út, hafa eftirlit með verklegum framkvæmdum og gera skilamat.
  • Að vinna áætlanir um tæki og búnað og flutninga í nýja innviði.

Félagið skal hafa samráð við heilbrigðisráðuneyti, Landspítala, fjármála- og efnahagsráðuneyti og Framkvæmdasýslu - Ríkiseignir (FSRE) vegna verkefna sinna.

Félagið skal jafnframt starfa með stýrihóp um skipulag framkvæmda við Landspítala sem skipaður er í samræmi við ákvörðun heilbrigðisráðuneytis og fjármála- og efnahagsráðuneytis. Hlutverk stýrihóps er að hafa yfirsýn yfir öll verkefni félagsins ísamræmi við erindisbréf stýrihópsins og er ætlað að yfirfara og staðfesta áætlanir stjórnar félagsins.

Félagið skal hafa samráð við skipulagsyfirvöld um skipulagsmál, lóðarmál og hönnun bygginga.

Félagið skal vinna að gerð útboðsskilmála og útboðsgagna í samræmi við lög um opinber innkaup, hverju sinni. Þá skal félagið leita til Ríkiskaupa með þjónustu eftir þvísem þurfa þykir.

Félagið skal vinna með FSRE í samræmi við hlutverk þess samkvæmt regluverki um skipan opinberra framkvæmda s.s. vegna umsagna FSRE til samstarfsnefndar um opinberar framkvæmdir. Félagið skal veita FSRE allar nauðsynlegar upplýsingar vegna vöktunarhlutverks stofnunarinnar og vegna undirbúnings umsagna hennar til fjármála-og efnahagsráðuneytisins.

Félagið hefur eftirlit með verkframkvæmdum og skilum húsnæðis fyrir starfsemi nýs Landspítala og annarrar sérhæfðrar sjúkrahúsþjónustu í samræmi við þarfagreiningu, útboðsgögn og aðrar áætlanir.

Félaginu er heimilt að gera hvers konar samninga við aðra aðila til að ná tilgangi sínum á sem hagkvæmastan hátt.

Hlutafé félagsins, hluthafaskrá, forkaupsréttur, ofl.

3. gr.

Hlutafé félagsins er að nafnvirði kr. 20.000.000, krónur tuttugu milljónir 00/100,-. Hver hlutur er að fjárhæð ein króna eða margfeldi þar af. Hlutir skulu hljóða á nafn.

Hlutabréf veita hluthafa full réttindi sem samþykktir þessar og lög um hlutafélög mæla fyrir um.

Allt hlutafé er í eigu ríkissjóðs og fer fjármála- og efnahagsráðherra með hlut ríkisins ífélaginu.

4. gr.

Heimilt er að hækka hlutafé félagsins með ályktun hluthafafundar að fenginni heimild ífjárlögum. Hluthafafundur einn getur ákveðið lækkun hlutafjár.

5. gr.

Stjórn félagsins skal halda hlutaskrá samkvæmt lögum.

6. gr.

Hluthafi ber ekki ábyrgð á skuldbindingum félagsins fram yfir hlut sinn í félaginu.

Hluthafafundur.

7. gr.

Æðsta vald í málefnum félagsins er i höndum lögmætra hluthafafunda.

8. gr.

Aðalfundur skal haldinn fyrir lok júní ár hvert.

Aukafundi skal halda eftir ákvörðun stjórnar eða að kröfu hluthafa. Skal krafan skriflega gerð og fundarefni tilgreint og fundur boðaður þá innan fjórtán daga.

9. gr.

Félagsstjórn skal boða til hluthafafundar með tilkynningu til hluthafa í ábyrgðarbréfi eða tölvupósti eða á annan jafn sannanlegan hátt. Aðalfund og aðra hluthafafundi skal boða með minnst 7 sólarhringa fyrirvara. Fundarefnis skal getið í fundarboði.

Hluthafafundur er lögmætur ef hann er löglega boðaður og hann sækir hluthafi. Verði fundur ólögmætur vegna annmarka að þessu leyti skal boðað til nýs fundar innan mánaðar með sjö daga fyrirvara og verður sá fundur lögmætur til að ræða þau mál sem ræða átti á fyrri fundinum.

Formaður félagsstjórnar stjórnar hluthafafundum eða skipar til þess sérstakan fundarstjóra. Jafnframt tilnefnir hann fundarritara. Fundarstjóri sker úr ágreiningi um lagaatriði sem kunna að koma upp á fundinum.

10. gr.

Eitt atkvæði fylgir hverri krónu í hlutafé. Hluthafi getur með skriflegu umboði veitt umboðsmönnum heimild til að sækja hluthafafund og fara með atkvæðisrétt sinn. Umboðið skal vera skriflegt og dagsett.

Á hluthafafundi ræður afl atkvæða úrslitum nema öðruvísi sé fyrir mælt í landslögum eða samþykktum þessum.

Tillögum um breytingar á samþykktum félagsins eða um sameiningu þess við önnur félög eða fyrirtæki má ekki taka til meðferðar á fundum þess nema þess hafi verið getið ífundarboði.

11. gr.

Á dagskrá aðalfundar skal taka eftirfarandi mál til meðferðar:

  1. Skýrsla stjórnar um starfssemi félagsins á síðastliðnu starfsári.
  2. Efnahagsreikningur og rekstrarreikningur félagsins fyrir liðið starfsár skulu lagðir fram ásamt athugasemdum endurskoðanda félagsins til samþykktar.
  3. Ákvörðun um hvernig fara skal með hagnað eða tap og um arð og framlög í varasjóð.
  4. Tillaga um starfskjarastefnu félagsins skal lögð fram til staðfestingar
  5. Kosning stjórnar.
  6. Kosning endurskoðanda.
  7. Ákvörðun um laun stjórnar á komandi starfsári.
  8. Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin.

12. gr.

Fundargerðabók skal haldin og í hana skráð það sem gerist á hluthafafundum. Fundargerðin skal lesin upp í fundarlok, óski hluthafi eftir því.

Félagsstjórn

13. gr.

Stjórn félagsins skal skipuð þrem aðalmönnum og jafnmörgum til vara, kjörnum á aðalfundi til eins árs í senn. Stjórnarkjör skal vera skriflegt ef þess er óskað.

14. gr.

Stjórnarfundir eru lögmætir ef meirihluti stjórnarmanna sækir fund. Afl atkvæða ræður úrslitum við afgreiðslu mála. Verði atkvæði jöfn ræður atkvæði formanns úrslitum.

15. gr.

Stjórnin skiptir með sér verkum og skal hún kjósa sér formann og varaformann. Formaður boðar til stjórnarfunda. Hver stjórnarmaður getur krafist stjórnarfundar. Sama rétt á framkvæmdastjóri.

Stjórnin skal setja sér starfsreglur þar sem nánar skal kveðið á um framkvæmd starfa hennar.

Stjórn er heimilt að stofna undirnefndir vegna einstakra verkefna.

16 gr.

Stjórn félagsins getur í sérstökum tilvikum falið einstökum stjórnarmönnum, einum eða fleirum, tiltekin mál til athugunar og undirbúnings afgreiðslu á stjórnarfundi. Í sama tilgangi getur stjórn sett tímabundið á laggirnar undirnefndir sem falin eru tiltekin mál til athugunar og undirbúnings afgreiðslu á stjórnarfundi. Í undirnefnd geta setið stjórnarmenn og utanaðkomandi sérfræðingar.

Í ákvörðun stjórnar félagsins um að setja á laggirnar undirnefnd skal ákveðið hvort þóknun skuli greidd og þá með hvaða hætti hún skuli ákvörðuð.

Stjórn skal upplýsa hluthafa um stofnun undirnefnda og leita samráðs um ákvörðun þóknunar.

Undirnefnd stjórnar kýs sér formann sem stýrir fundum nefndar og kemur fram fyrir hönd hennar gagnvart stjórn og framkvæmdastjóra. Stjórn félagsins getur ákveðið að nefnd setji sér starfsreglur sem skuli staðfestar af stjórn.

Undirnefnd stjórnar skal halda fundargerðir um það sem gerist á fundum nefndarinnar og um ákvarðanir hennar. Fundargerðir nefndarinnar skulu í kjölfar funda sendar stjórn félagsins og framkvæmdastjóra. Að öðru leyti skal farið að reglum þessum eftir því sem við á.

17. gr.

Stjórnin hefur æðsta vald í málefnum félagsins milli hluthafafunda.

Megin skyldustörf félagsstjórnar eru:

  1. Að ráða framkvæmdastjóra, semja um ráðningarkjör hans og ákveða starfslýsingu.
  2. Að hafa stöðugt og ítarlegt eftirlit með öllum rekstri félagsins. Sjá um að skipulag þess og starfsemi sé jafnan í réttu og góðu horfi. Sérstaklega skal hún annast um að nægilegt eftirlit sé haft með bókhaldi og meðferð fjármuna félagsins.
  3. Að taka meiri háttar ákvarðanir um rekstur félagsins, þ.e. ákvarðanir sem ekki falla undir daglegan rekstur, að eigin frumkvæði eða eftir tillögu framkvæmdastjóra. 1
  4. Að koma fram fyrir félagsins hönd fyrir dómstólum og stjórnvöldum.
  5. Að hafa samstarf við framkvæmdastjóra um ráðningu annarra helstu starfsmanna félagsins.
  6. Að veita prókúruumboð fyrir félagið.
  7. Að ráða fram úr öðrum málum sem hún telur nauðsyn á hverju sinni.

18. gr.

Meirihluti stjórnar ritar firma félagsins.

Framkvæmdastjóri

19. gr.

Stjórn félagsins ræður framkvæmdastjóra og ákveður starfskjör hans.

Framkvæmdastjóri stjórnar daglegum rekstri félagsins og skal í þeim efnum fara eftir þeirri stefnu og fyrirmælum, sem félagsstjórn hefur gefið. Hinn daglegi rekstur tekur ekki til ráðstafana, sem eru óvenjulegar eða mikilsháttar. Slíkar ráðstafanir getur framkvæmdastjóri aðeins gert samkvæmt sérstakri heimild frá félagsstjórn, nema ekki sé unnt að bíða ákvarðana félagsstjórnar án verulegs óhagræðis fyrir starfsemi félagsins. Í slíkum tilvikum skal félagsstjórn tafarlaust tilkynnt um ráðstöfunina.

Framkvæmdastjóri hefur með höndum stjórn allrar daglegrar starfsemi félagsins, hefur ákvörðunarvald um öll rekstrarleg og fjárhagsleg málefni félagsins og hefur umsjón með eignum þess. Hann skal vinna að stefnumótun og áætlunum um eflingu starfseminnar og leita jafnframt nýrra leiða til að bæta hag þess.

Framkvæmdastjóri hefur prókúruumboð fyrir félagið.

Framkvæmdastjóri ber ábyrgð gagnvart félagsstjórn á hinum daglega rekstri og að íöllu sé farið eftir samþykktum félagsins, lögum og reglum m.a. að því er varðar lögbundin verkefni félagsins. Hann skal í störfum sínum hafa náið samráð við formann stjórnar og upplýsa hann um þýðingarmikil mál er félagið varða.

Framkvæmdastjóri sér um reikningshald félagsins Stjórn félagins setur honum nánari starfslýsingu. Honum ber að veita stjórnarmönnum og endurskoðendum eða skoðunarmönnum allar upplýsingar um rekstur félagsins sem þeir kunna að óska eftir.

Reikningar og endurskoðun.

20. gr.

Á aðalfundi félagsins skal kjósa einn endurskoðanda. Skal endurskoðandinn rannsaka allt reikningshald og reikninga félagsins fyrir hvert starfsár og leggja niðurstöður sínar fyrir aðalfund.

Skal gera tillögu um að ríkisendurskoðandi endurskoði reikninga félagsins, sbr. 2. mgr. 6. gr. laga nr. 86/1997 um Ríkisendurskoðun.

21. gr.

Starfsár og reikningsár er almanaksárið. Stjórnin skal hafa lokið gerð ársreikninga eigi síðar en einum mánuði fyrir aðalfund. Reikningurinn skal þá afhentur endurskoðanda félagsins til endurskoðunar.

Endurskoðandi skal hafa lokið endurskoðun ársreikninga eigi síðar en tveimur vikum fyrir aðalfund, ber honum þá að senda hann til stjórnar félagsins ásamt athugasemdum sínum.

Í síðasta lagi viku fyrir aðalfund skal stjórn félagsins hafa samið svör sín við athugasemdum endurskoðanda og skulu þau og athugasemdirnar liggja hluthöfum til sýnis ásamt ársreikningi a.m.k. viku fyrir aðalfund.

Breytingar á samþykktum félagsins

22. gr.

Samþykktum þessum má breyta á lögmætum aðalfundi eða aukafundi.

Slit félagsins.

23. gr.

Með tillögur um slit og skipti á félaginu skal fara sem um breytingar á samþykktum þessum.

Almenn ákvæði.

24. gr.

Þar sem ákvæði samþykkta þessara segja ekki til um hvernig með skuli farið skal hlíta ákvæðum laga um hlutafélög, svo og öðrum lagaákvæðum er við geta átt.

Þannig samþykkt á aðalfundi félagsins.

Reykjavík dags. 28. Apríl 2023.

________________________
Dagný Brynjólfsdóttir

________________________
Finnur Árnason

________________________
Sigurður H. Helgason

Texti á skjalaformi