Kynningarfundur um útboð vegna framkvæmda við sjúkrahótel

21. september 2015

Í dag var haldinn kynningarfundur um yfirstandandi útboð vegna framkvæmda við sjúkrahótel sem er hluti af nýjum Landspítala. Sólveig Berg Emilsdóttir, arkitekt og hönnunarstjóri KOAN hópsins, sem vann fullnaðarhönnun sjúkrahótels kynnti hönnun hótelsins. Guðmundur Guðnason, verkfræðingur og ráðgjafi SPÍTAL hópsins, sem vann fullnaðarhönnun gatna, veitna og lóðar kynnti þá hönnun.

Eftir fundinn gafst bjóðendum kostur á að skoða aðstæður vegna fyrirhugaðra framkvæmda. Sjúkrahótelið mun rísa norður við kvennadeild Landspítala og tengjast Barnaspítala. Sjúkrahótelið verður fjórar hæðir með kjallara og tengigöngum og eru áætluð verklok í mars 2017.

Opnun tilboða verður þann 20.október næstkomandi.

Kynningarnar ásamt upplýsingar um útboðið má finna á vef Ríkiskaupa