Nýr landsspítali

Nýtt þjóðar­sjúkrahús

Meðferðarkjarninn, nýtt þjóðarsjúkrahús, er stærsta byggingin í uppbyggingu Nýs Landspítala og mun gegna lykilhlutverki í starfseminni.

Lesa meira

Fréttir

13. janúar 2025 : Ráðstefna um tækninýjungar í myndgreiningu

Í desember sl. var haldin árleg ráðstefna á vegum RSNA samtakanna (Radiology Society of North America) í Chicago. Um er að ræða stærstu ráðstefnu heims á sviði læknisfræðilegrar myndgreiningar, þar sem saman koma sérfræðingar, vísindamenn og framleiðendur til að ræða nýjustu framfarir og deila þekkingu. Björg Guðjónsdóttir, verkefnastjóri á tækni- og þróunarsviði NLSH tók þátt í ráðstefnunni sem liður í undirbúningi fyrir innkaup á myndgreiningarbúnaði fyrir meðferðarkjarna.

Lesa meira

10. janúar 2025 : Heimsókn frá starfsmönnum hjarta- og krabbameinsþjónustu Landspítala

Fyrsta heimsóknin á nýju ári var frá stjórnendum frá hjarta- og krabbameinsþjónustu Landspítala. Kolbrún Gísladóttir, starfsmaður Landspítala sá um kynningu á meðferðarkjarnanum.

Lesa meira

8. janúar 2025 : Yfirlit á framkvæmdasvæðinu við áramótin

Á nýársdag var flogið með dróna yfir framkvæmdasvæðin við Hringbraut og Grensás. Veðrið hentaði afar vel til flugs og skartaði borgin sínum fegursta vetrarskrúða. Hér að neðan eru nokkrar myndir sem fanga snjóinn og birtuna rétt eftir sólarupprás.

Lesa meira

Sjá allar fréttir