Bílastæða- tækni- og skrifstofuhús

Bílastæða, tækni og skrifstofuhús (BTS húsið) rúmar 550 bíla, tækni- rými fyrir varaaflsvélar Landspítalans og kæliker. Vesturhelmingur hússins er hannaður sem skrifstofubygging.

Áætlað er að heildarstærð hússins verði um 21.000 m2.

  • 1.500 m2 fyrir tæknirými
  • 2.700 m2 fyrir skrifstofurými
  • 17.000 m2 fyrir bílastæðahlutann

Gert er ráð fyrir að húsið verði fimm hæðir ofanjarðar og þrjár neðanjarðar.

Um er að ræða opið bílastæðahús með lokuðu tæknirými. Skrifstofuhluti hússins er rúmar aðstöðu fyrir allt að 200 starfsmenn.

BTS húsið mun eins og aðrar byggingar í Hringbrautarverkefninu hafa umhverfisvæna nálgun.

Stefnt er að Breeam umhverfisvottun allra bygginga, auk þess sem notendur hafa haft aðkomu að hönnun þeirra. Um er að ræða stærsta notendastudda hönnunarverkefni sem unnið hefur verið að á Íslandi.