Um NLSH ohf
Hlutverk NLSH ohf. (stofnað samkvæmt lögum nr.64/2010) er að hafa umsjón með og stýringu á Nýjum Landspítala fyrir hönd ríkisins.
Sjúkrahótelið hefur verið afhent og var tekið í notkun vorið 2019. Einnig verða byggð rannsóknahús og bílastæða, tækni og skrifstofuhús.
NLSH tók til starfa 1. júlí 2010 í kjölfar þess að Alþingi samþykkti lög um stofnun félagsins. NLSH er heimilt að gera hverskonar samninga til að ná markmiðum sínum á sem hagkvæmastan hátt en ekki er heimilt að hefja framkvæmdir að loknu útboði fyrr en Alþingi hefur heimilað þær með lögum.
Nýr Landspítali er samstarfsverkefni NLSH, Landspítala (LSH), velferðarráðuneytisins, Háskóla Íslands (HÍ) og EFSR.
Samráðshópar eru um verkefnið þar sem samstarfsaðilar eiga sína fulltrúa