Gæðastefna NLSH ohf.
Inngangur
Gæðastefnu NLSH ohf. (hér eftir NLSH) er ætlað að skapa ramma utan um starfsemi félagins þannig að gæði og áreiðanleiki starfseminnar endurspegli þau lög og reglur sem því er ætlað að starfa samkvæmt og að þeim fjármunum sem félaginu er treyst fyrir sé vel varið.
NLSH starfar á grunni eftirfarandi laga:
Lög nr 64/2010 um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut í Reykjavík með síðari breytingum sbr. lög nr. 53/2013
Lög um skipan opinberra framkvæmda nr. 84/2001
Lög um opinber fjármál nr. 123/2015
Lög um opinber innkaup nr. 120/2016
Þá starfar félagið skv. samþykktri fjármálaáætlun til fimm ára og fjárlögum hvers árs.
Markmið
NLSH vinnur með virkum og skipulögðum hætti að eftirfarandi:
- Gegnsæi og rekjanleiki: Öll verkefni á vegum félagsins eru unnin í verkefnavefnum/gagnagrunninum Procore þar sem öll gögn, áætlanir, framvinda, samskipti og ákvarðanir eru vistaðar.
- Hlutverk starfsmanna: Hlutverk starfsmanna eiga að vera skýr, vel skilgreind og endurskoðuð reglulega eftir því sem verkefnum vindur fram.
- Samráð: Frá upphafi uppbyggingarinnar á Landspítalareit á vegum NLSH hefur ávallt verið lögð áhersla á samráð og samvinnu við hagaðila verkefnisins.
- Verklagsreglur og verkferlar: Leitast er við að unnið sé eftir skýrum verkferlum sem endurskoðaðir eru reglulega og uppfærðir.
- Stöðugar umbætur: Leitast er við að skapa gæðamenningu og -brag sem hafi stöðugar umbætur að leiðarljósi.
Gæðastefna NLSH var samþykkt á fundi stjórnar þann 18. febrúar, 2022 og skal endurskoðuð eftir þörfum eða a.m.k. á tveggja ára fresti. Framkvæmdastjóri og aðrir stjórnendur NLSH bera ábyrgð á að stefnunni sé framfylgt.
Þannig samþykkt á stjórnarfundi Nýs Landspítala ohf.
Reykjavík, 20. mars 2024
Í stjórn Nýs Landspítala ohf.
________________________
Finnur Árnason
________________________
Dagný Brynjólfsdóttir
________________________
Sigurður H. Helgason