Innkaupastefna
Inngangur
Innkaupastefnu NLSH ohf. (hér eftir NLSH) er ætlað að skapa ramma utan um innkaup félagsins sem tekur mið af því lagaumhverfi sem félagið starfar í. Félagið starfar eftir lögum um opinber innkaup nr. 120/2016, lögum um skipan opinberra framkvæmda nr. 84/2001 og hefur í heiðri Stefnu ríkisins um sjálfbær innkaup , gefin út af fjármála- og efnahagsráðuneyti í janúar, 2021. Ríkiskaup annast framkvæmd útboða, innkaupa, rammasamninga og eignasölu fyrir stofnanir og fyrirtæki í rekstri Ríkissjóðs.
Markmið
Markmið innkaupastefnu NLSH er að innkaupareglur og innkaupaaðferðir séu skýrar, gegnsæjar og rekjanlegar. Innkaup séu hagkvæm og jafnræðis gætt. Öll stærri innkaup eru útboðsskyld og útboðsreglum sem gilda innan EES svæðisins fylgt. Við innkaup og rekstur samninga skal taka tillit til sjálfbærnisjónarmiða s.s. gæða-, heilbrigðis-, mannréttinda-, umhverfis-, upplýsingaöryggis- og öryggissjónarmiða.
Starfsmönnum er kynnt innkaupastefna NLSH og innkaupareglur sem í gildi eru hverju sinni. Þær eru endurskoðaðar og uppfærðar reglulega. Fjármála- og þjónustusvið NLSH hefur með höndum innkaup fyrir hönd félagins.
Innkaupastefna NLSH var samþykkt á fundi stjórnar þann, 17. desember, 2021 og skal endurskoðuð eftir þörfum eða a.m.k. á tveggja ára fresti. Framkvæmdastjóri og aðrir stjórnendur NLSH bera ábyrgð á að stefnunni sé framfylgt.
Þannig samþykkt á stjórnarfundi Nýs Landspítala ohf.
Reykjavík, 17. desember 2021
Í stjórn Nýs Landspítala ohf.
________________________
Finnur Árnason
________________________
Dagný Brynjólfsdóttir
________________________
Sigurður H. Helgason