Öryggis- og vinnuverndarstefna

Öryggis- og vinnuverndarstefna NLSH ohf.

Inngangur

Öryggis og vinnuverndarstefna NLSH ohf. (hér eftir NLSH) byggir á lögum nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum sem og opinberum reglugerðum og reglum öðrum sem lúta að málaflokknum.

Markmið

Öryggis- og vinnuverndarstefnu NLSH er ætlað að tryggja öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi og leitast er við að lágmarka áhættur í vinnuumhverfi starfsmanna. Allur aðbúnaður á vinnustað miðar að því að viðhalda góðri heilsu og vellíðan starfsmanna. Leitast er við að byggja upp góðan öryggisbrag í allri starfsemi félagsins.

Starfsmönnum er tryggð nauðsynleg þjálfun í öryggismálum og vinnuvernd. Unnið er að stöðugum umbótum í öryggis og vinnuverndarmálum og áhætta metin í allri starfsemi félagsins. Atvik sem snerta eða ógna öryggi, heilsu eða vinnuvernd eru skráð og unnið úr þeim í forvarnarskyniÖryggisbragurinn á svæðinu einkennist af forvarnarstarfi, þ.e.a.s. hver og einn tekur ábyrgð á eigin öryggi með því að hlíta öryggisreglum, koma auga á hættulegar aðstæður, taka þátt í að finna viðeigandi lausnir og læra af reynslunni.

Samkvæmt FIDIC og BREEAM eru gerðar ítarlegar kröfur til verktaka NLSH varðandi öryggi og vinnuvernd.

Öryggis- og vinnuverndarstefna NLSH var samþykkt á fundi stjórnar þann 1. mars, 2024 og skal endurskoðuð eftir þörfum eða a.m.k. á tveggja ára fresti. Framkvæmdastjóri og aðrir stjórnendur NLSH bera ábyrgð á að stefnunni sé framfylgt.

Þannig samþykkt á stjórnarfundi Nýs Landspítala ohf.

Reykjavík, 1. mars 2024
Í stjórn Nýs Landspítala ohf.

________________________
Finnur Árnason

________________________
Dagný Brynjólfsdóttir

________________________
Sigurður H. Helgason