Stefna um hæfi stjórnar og stjórnenda

Stefna um hæfi stjórnar og stjórnenda

NLSH ohf. (hér eftir NLSH) ber ábyrgð á að tryggja að stjórnarmenn, framkvæmdastjóri og lykilstarfsmenn uppfylli á hverjum tíma þær hæfiskröfur sem gerðar eru til þeirra lögum samkvæmt. Stefnu þessari er ætlað að endurspegla viðeigandi kröfur laga og viðmiðunarreglna um mat á hæfi stjórnar, framkvæmdastjóra og lykilstarfsmanna NLSH.

Um starfsemi félagsins gilda m.a. lög um hlutafélög nr. 2/1995 og lög um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut í Reykjavík nr. 64/2010.

Markmið

Markmið stefnunnar er að draga úr rekstrar- og orðsporsáhættu félagsins, með lágmarkskröfum um hæfi tiltekinna lykilstarfsmanna, en eðli máls samkvæmt eru gerðar strangari kröfur til þeirra en annarra starfsmanna og skulu þeir á hverjum tíma hafa yfir að ráða fullnægjandi þekkingu, hæfni og reynslu til að geta gegnt stöðu sinni á tilhlýðilegan hátt.

Stjórnarmenn og framkvæmdastjóri skulu ætíð uppfylla eftirtalin hæfisskilyrði:

  • Hafa sameiginlegan skilning á starfsemi félagsins.
  • Hafa fullægjandi þekkingu, hæfni og reynslu til að takast á við verkefni félagsins.
  • Þekkja innviði og uppbyggingu félagsins og helstu áhættuþætti í starfsemi þess.
  • Hafa skilning á og tileinka sér stjórnarhætti sem samræmast starfsemi félagsins.
  • Þekkja og skilja hlutverk sitt, ábyrgð og skyldur.
  • Vera sjálfstæðir í hugsun til að geta metið, gagnrýnt og haft eftirlit með ákvarðanatöku.
  • Verja fullnægjandi tíma í störf sín.

Lykilstarfsmaður skal ætíð uppfylla eftirtalin hæfisskilyrði:

  • Búa yfir fullnægjandi menntun, færni, þekkingu og sérfræðikunnáttu til að sinna starfi sínu og inna af hendi þau verkefni sem honum eru falin.
  • Framkvæmdastjóri metur hæfi lykilstarfsmanna við ráðningu og skal það mat endurtekið ef þörf er á.

Stefna NLSH um hæfi stjórnar, framkvæmdastjóra og lykilstarfsmanna var samþykkt á fundi stjórnar þann 1. mars, 2024 og skal endurskoðuð eftir þörfum eða a.m.k. á tveggja ára fresti. Framkvæmdastjóri og aðrir stjórnendur NLSH bera ábyrgð á að stefnunni sé framfylgt.

 

Þannig samþykkt á stjórnarfundi Nýs Landspítala ohf.

Reykjavík, 1. mars 2024
Í stjórn Nýs Landspítala ohf.

________________________
Finnur Árnason

________________________
Dagný Brynjólfsdóttir

________________________
Sigurður H. Helgason