Stefna um hagsmunaárekstra

Stefna um hagsmunaárekstra


Inngangur

Hlutverk NLSH ohf. (hér eftir NLSH) skv. lögum um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut í Reykjavík nr. 64/2010 er að hafa umsjón með stýringu á byggingu nýs spítala fyrir hönd ríkisins og stendur því félagið óhjákvæmilega frammi fyrir hættu á hagsmunaárekstrum í starfi sínu. Félagið leggur ríka áherslu á að allir starfsmenn séu meðvitaðir um hættu á hagsmunaárekstrum hvað starf þeirra varðar og grípi til viðeigandi aðgerða til þess að koma í veg fyrir að hagsmunaárekstrar í starfsemi félagsins hafi neikvæð áhrif á ímynd félagsins.

Markmið

Markmið hagsmunaárekstrastefnu NLSH er að:

· Forðast hagsmunaárekstra og að upplýst sé um atriði sem kunna að valda hagsmunaárekstrum í starfi.

· Að starfsmenn misnoti ekki aðstöðu sína í eigin þágu eða annarra hvort sem ávinningur af slíku kemur fram strax eða síðar.

· Að starfsmenn upplýsi um spillingu sem og ólögmæta eða ótilhlýðilega háttsemi sem þeir kunna að verða vör við í starfi.

· Starfsmenn þiggja hvorki né bjóða gjafir, greiða eða aðra umbun sem er til þess fallin að hafa áhrif á sjálfstæði eða hlutleysi þeirra í starfi.

· Að þátttaka í stjórnum og öðrum atvinnurekstri skuli metin hvort hún teljist samrýmanleg skyldum og verkefnum starfsmanns.

· Að viðmið um góða starfshætti fyrir starfsmenn sem annast opinber innkaup og gefin voru út á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytis 3. janúar 2013 séu höfð i heiðri.

Stefna NLSH um hagsmunaárekstra var samþykkt á fundi stjórnar þann 17. desember, 2021 og skal endurskoðuð eftir þörfum eða a.m.k. á tveggja ára fresti. Framkvæmdastjóri og aðrir stjórnendur NLSH bera ábyrgð á að stefnunni sé framfylgt.

Þannig samþykkt á stjórnarfundi Nýs Landspítala ohf.

Reykjavík, 17. desember 2021
Í stjórn Nýs Landspítala ohf.

________________________
Finnur Árnason

________________________
Dagný Brynjólfsdóttir

________________________
Sigurður H. Helgason