Útboð NLSH

Verkeftirlit fyrir Nýjan Landspítala

Nýr Landspítali ohf. (NLSH) óskar eftir tilboðum í útboðsverkið: Sérfræðiþjónusta vegna verkeftirlits byggingaverkefna NLSH.


Markmið með þessu útboðsferli er að velja ráðgjafa til að taka að sér hlutverk verkeftirlits við framkvæmdir við Hringbraut. Verkeftirlitinu er skipt upp í tvo hluta:

  • Norðan Burknagötu - Meðferðarkjarni og bílakjallari við Sóleyjartorg 
  • Sunnan Burknagötu - Rannsóknarhús, Bílastæða- og tæknihús, nýbyggingu húsnæðis heilbrigðisvísindasviðs og tengiganga milli bygginga.

Bjóðandi getur einungis orðið hlutskarpastur í einum hluta, þ.e bjóðandi er útilokaður frá því að fá báða hlutana.
Fyrirspurnir varðandi verkefni I4050 skulu sendar rafrænt í gegnum TendSign og verða svör birt þar. Fyrirspurnartími rennur út 9. nóvember 2023. 


Tilboðum skal skila í gegnum útboðskerfið Tendsign. is fyrir kl. 13:00 föstudaginn 17. nóvember 2023.


Allar nánari upplýsingar um ferlið og útboðsskilmála er að finna gjaldfrjálst í útboðskerfinu TendSign, á vefslóðinni https://tendsign.is/.

Sjá nánar á www.utbodsvefur.is

Útboðsnúmer: I4050

Opnun tilboða: 17.11.2023 kl 13:00

Sjá opnunarskýrslu