Útboð NLSH

Ílagnir og rykbinding fyrir meðferðarkjarna

Ríkiskaup f.h. Nýs Landspítala ohf. (NLSH), óska eftir tilboðum í verktaka í útboðsverkið: Meðferðarkjarni (MFK) – frágangur innanhúss 1. áfangi (Ílögn og rykbinding).

Verkið er liður í uppbyggingu nýs Landspítala við Hringbraut. Það innifelur frágang á ílögn og rykbindingu gólfa sem og rykbindingu, sandspörslun og grunnun steyptra veggja.

Einnig skal verktaki ljúka við og skila lagnaleiðum raflagna.

Heildarflatarmál meðferðarkjarna er um 70.000 fermetrar. Um útboðið gildir ÍST 30:2012 Almennir útboðs- og samningsskilmálar um verkframkvæmdir.

Tilboðum skal skila fyrir 21. ágúst næstkomandi

https://www.nlsh.is/media/byggingar/Utbod-ilagnir-og-rykbinding.pdf

Útboðsnúmer: I22100

Opnun tilboða: 21.8.2023 kl 10:00

Sjá opnunarskýrslu