Útboð NLSH

Uppsteypa bílakjallara og tengiganga

Nýr Landspítali ohf. óskar eftir tilboðum í verkið: Uppsteypa bílakjallara undir Sóleyjartorgi og tengigangar

Afmörkun verkefnis

Um er að ræða opið útboð með skilgreindum takmörkunum um þátttöku. Um útboðið gildir ÍST 30:2012 Almennir útboðs- og samningsskilmálar um verkframkvæmdir.

Verkið er liður í uppbyggingu nýs Landspítala við Hringbraut. Það innifelur uppsteypu bílakjallara, á tveimur hæðum, ásamt tengigöngum. Heildarflatarmál bygginganna er áætlað 7.500 m2.

Um er að ræða almennt útboð að ræða eins og því er lýst í 2. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016.

Fyrirspurnir varðandi verkefni 21729 skulu sendar rafrænt í gegnum TendSign og verða svör birt þar.

Fyrirspurnartími rennur út 31. mars 2023.

Tilboðum skal skila í gegnum útboðskerfið Tendsign.is fyrir kl. 10:00 föstudaginn 14. apríl 2023.

Allar nánari upplýsingar um ferlið og útboðsskilmála er að finna gjaldfrjálst í útboðskerfinu TendSign, á vefslóðinni https://tendsign.is/.

Leiðbeiningar um skráningu og skil á tilboðum er hægt að nálgast á heimasíðu Ríkiskaupa.

Útboðsnúmer: I2050

Opnun tilboða: 14.4.2023 kl 10:00

Sjá opnunarskýrslu