Fréttir
Þráðlaust net fyrir umhverfisskynjara
Með ýmsum nettengdum smátækjum (IoT – Internet of things) er hægt að hafa gætur á umhverfisþáttum í húsum á byggingastigi, til dæmis hita og raka. Tækin hafa innbyggð þröskuldsgildi og senda frá sér viðvaranir ef farið er frá neðri eða efri mörkum. Í því skyni er farin af stað vinna við að koma upp þráðlausu neti til bráðabirgða á byggingastað við Hringbraut en staðsetning skynjara og senda var ákvörðuð með líkönum sem segja til um útbreiðslu netsins.
Lesa meiraReynslu miðlað af sjúkrahúsverkefnum í Noregi
Norska opinbera félagið Sykehusbygg hélt fjarfund og kynningu fyrir starfsfólk NLSH þann 15. janúar en félagið hefur mikla reynslu þegar kemur að nýbyggingum í heilbrigðiskerfinu í Noregi. Félagið Sykehusbygg hefur þann tilgang að koma að verkefnum í Noregi sem eru að verðmæti meira en 500M NOK. Sem dæmi um yfirstandandi verkefni sem Sykehusbygg kemur að er Nye Aker en sjúkrahúsið mun hafa fjölþætt hlutverk og er heildarflatarmál þeirrar framkvæmdar 171.000 fermetrar. Nýr Landspítali ohf. hefur verið á síðustu árum verið í góðu samstarfi við Sykehusbygg og leitað víða í reynsluheim félagsins varðandi leiðarlínur. Meðfylgjandi mynd sýnir Nye Aker, sem er eins og áður sagði eitt af stærri verkefnum sem nú er í upphafsfasa í Noregi og er viðbót við sjúkrahús sem þegar er í rekstri, líkist þannig verkefni NLSH á Hringbraut að miklu leyti.
Lesa meiraRáðstefna um tækninýjungar í myndgreiningu
Í desember sl. var haldin árleg ráðstefna á vegum RSNA samtakanna (Radiology Society of North America) í Chicago. Um er að ræða stærstu ráðstefnu heims á sviði læknisfræðilegrar myndgreiningar, þar sem saman koma sérfræðingar, vísindamenn og framleiðendur til að ræða nýjustu framfarir og deila þekkingu. Björg Guðjónsdóttir, verkefnastjóri á tækni- og þróunarsviði NLSH tók þátt í ráðstefnunni sem liður í undirbúningi fyrir innkaup á myndgreiningarbúnaði fyrir meðferðarkjarna.
Lesa meira