Bílakjallari undir Sóleyjartorgi
Austan við meðferðarkjarnann verður torg, Sóleyjartorg, og aðalinngangur meðferðarkjarnans er frá torginu. Undir torginu verður bílakjallari á tveimur hæðum og verða þar um 180 bílastæði fyrir þau sem eru að sækja þjónustu eða að koma í heimsóknir. Bílakjallarinn verður staðsettur milli meðferðarkjarna og fyrirhugaðrar byggingar dag-, göngu- og legudeildar Landspítalans austan við torgið.