Hús Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands
Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands gegnir lykilhlutverki í menntun heilbrigðisstétta á Íslandi, en þar starfa margir af fremstu sérfræðingum landsins í heilbrigðisvísindum við kennslu og rannsóknir. Starfsemi sviðsins er í dag á 9 stöðum víðsvegar um borgina. Endurnýja á Læknagarð og byggja við hann nýbyggingu. Húsnæðið verður sérhannað fyrir þarfir Heilbrigðisvísindasviðs, kennslu- og rannsóknaaðstaða verður bætt og færð í nútímlegt horf og samnýting og sveigjanleiki aukin til muna. Í byggingunum tveimur, ásamt Eirbergi, verður nær öll starfsemi sviðsins sameinuð á einum stað, Hringbrautarreit. Heildarstærð nýs húss, Læknagarðs og viðbyggingar, verður um 17.970 fermetrar. Leiðarljós í hönnunar bygginganna er að hönnun taki mið af ólíkum notendahópum með sveigjanleika, velferð starfsfólks og nemenda, þverfræðilega samvinnu, þekkingasköpun, hagkvæmni, léttleika og hlýleika í huga. Áhersla er á aðgengi fyrir alla, góða hljóðvist, dagsbirtu og alla innivist s.s. loftræsingu og hitastig.
Hönnuðir eru Verkís verkfræðistofa, TBL arkitektar og JCA arhcitecture.