• New national hospital

Blað um Landspítalann komið inn á vefinn

13. desember 2012

Kynning á nýjum byggingum við Landspítalann og viðtöl við lækna, hjúkrunarfólk, sjúkraliða og háskólanema eru á meðal efnis í blaði sem sett hefur verið inn á vef Nýs Landspítala en blaðinu var dreift með Fréttablaðinu nú í lok nóvember. 

Þar lýsir Alma Möller, yfirlæknir á gjörgæslu Landspítalans við Hringbraut, því hvernig hún upplifði fyrsta vinnudaginn á gjörgæslunni, Hlíf Steingrímsdóttir, yfirlæknir blóðlækninga, spyr hvort fólk sé tilbúið að deila hótelherbergi með ókunnugum og Sigríður Zoëga hjúkrunarfræðingur og Svandís Bára Karlsdóttir sjúkraliði benda á að fjölga verði einbýlum og bæta aðstöðu fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk.

Hér má sjá blaðið: 

Landspítali fyrir framtíðina