Fréttir


Fréttasafn: janúar 2006

Fyrirsagnalisti

New national hospital

Sjúkrahúsin í Reykjavík: Hvers vegna tvö en ekki eitt - 26. janúar 2006

Ég fagna þeim skrifum um LSH sem birst hafa á síðum Morgunblaðsins undanfarið og sem rekja má til skrifa minna um LSH og heilbrigðiskerfið. Þetta er umræða sem verðskuldar athygli og forgang vegna þeirra tímamóta sem nú eru í íslenskum heilbrigðismálum. Að öðrum ólöstuðum nefni ég sérstaklega greinar Jóhannesar M. Gunnarssonar (19.01.06) og Kristjáns Erlendssonar (20.01.06), sem eru upplýsandi og studdar vönduðum rökum.

Lesa meira
New national hospital

Betri aðbúnaður í nýju sjúkrahúsi - 26. janúar 2006

Þeim sem starfa daglega innan veggja Landspítala - háskólasjúkrahúss (LSH) hefur að mörgu leyti komið á óvart umfjöllun á undanförnum vikum um fyrirhugaða nýbyggingu sjúkrahússins.  Stundum virðist gert ráð fyrir því að málið varði aðeins LSH en ekki almenning í landinu, nema þá helst að því leyti að hann verði af símapeningunum sem á að verja til nýja sjúkrahússins.  En því fer fjarri, auðvitað eigum við öll eftir að njóta þeirra í framtíðinni.  Það hefur lengi verið kvartað yfir slæmum aðbúnaði sjúklinga og aðstandenda þeirra.  Hver man ekki eftir myndum í sjónvarpi af sjúklingum sem þurfa að vera í rúmum á göngum sjúkrahússins?  Öll viljum við koma í veg fyrir slíkt og búa sjúklingum bestu aðstæður.  Nýtt sjúkrahús er nauðsynlegt til þess að uppfylla þarfir sjúklinga varðandi gæði þjónustunnar og til þess að þeir geti búi við nauðsynlegt öryggi og notið mannhelgi í hvívetna. 

Lesa meira
New national hospital

Betri árangur með nýjum sjúkrahúsbyggingum - 25. janúar 2006

Að undanförnu hefur nokkuð verið fjallað um byggingu nýs húsnæðis fyrir Landspítala - Háskólasjúkrahús (LSH) við Hringbraut. Eðlilega hafa vaknað spurningar um hvort svo umfangsmikil framkvæmd sé nauðsynleg og að hvaða marki æskileg fyrir þróun í heilbrigðismálum Íslendinga. Það sjónarmið hefur komið fram að fjármagni ætti frekar að verja í forvarnarstarf og þjónustu við aldraða en í nýja sjúkrahúsbyggingu. Öllu líklegra er samt að nýtt sjúkrahús eigi eftir að efla á margan hátt forvarnir í heilbrigðismálum landsmanna og þjónustu við aldraða. Það verður þó ekki sérstaklega til umfjöllunar hér heldur hvernig sannanlega er hægt að bæta árangur í þjónustu sjúkrahússins með nýjum byggingum. 

Lesa meira
New national hospital

Sameining eflir kennslu, vísindi og rannsóknir - 20. janúar 2006

Íslendingum er nauðsynlegt að hafa sjálfstætt og frambærilegt háskólasjúkrahús í landinu til að tryggja viðhald, þróun og gæði heilbrigðiskerfis sem landsmenn gera kröfu um og eiga rétt á samkvæmt lögum. Á háskólasjúkrahúsi er fléttað saman í daglegu starfi þjónustu við sjúklinga, kennslu heilbrigðisstétta og vísindarannsóknum. Einfalt dæmi sýnir þetta glöggt: Kandídat kemur á vakt kl. 11 að kvöldi. Fyrr um kvöldið hafði komið inn sjúklingur með mæði og á lungnamynd sást fjöldi lítilla hnúta. Á morgunfundi 9 klst. síðar er kandídatinn búinn að skanna inn lungnamyndina, lesa sér til í nýjustu fræðigreinum og útbúa 10 mínútna fyrirlestur um allt það nýjasta í greiningu og meðferð í svona tilvikum. 
Þetta vinnulag verður til þess að nýjasta vitneskja er borin fram fyrir þá sem eru í námi auk þess sem aðrir læknar,s.s. sérfræðingar í öðrum sérgreinum, rifja þarna upp og eru fræddir um það nýjasta hverju sinni.  Vinnubrögðin viðhalda og efla menntun starfsmanna, tryggja sjúklingum nýjustu meðferð og gera jafnframt kröfur til kennara um að fylgjast með og taka þátt í menntandi umræðu. Þau eru enn fremur ndirstaða gæðaúttekta og rannsóknarvinnu þar sem ný þekking verður til.

Lesa meira
New national hospital

Sameining sjúkrahúsanna var forsenda framfara - 19. janúar 2006

Efasemdir um réttmæti sameiningar spítalanna í Reykjavík hafa heyrst að undanförnu. Í þeirri umræðu hafa efnislegar röksemdir gegn ákvörðuninni lítt eða ekki verið dregnar fram að undanskilinni þeirri staðreynd að nú sé um takmarkaða samkeppni að ræða í spítalaþjónustu. Því er ástæða til þess að draga fram ástæður sameiningarinnar og vísa til reynslu af henni.

Lesa meira
New national hospital

Nýtt hátæknisjúkrahús getur sparað 7-10% í rekstri LSH - 9. janúar 2006

Mikið hefur borið á umræðu um heilbrigðismál undanfarið enda málaflokkur sem snertir alla landsmenn. Frá því að Landspítalinn-háskólasjúkrahús (LSH) varð til eftir sameiningu Sjúkrahúss Reykjavíkur og Ríkisspítalanna í maí árið 2000 hefur átt sér stað mikið starf við stefnumótun innan spítalans. Einnig hefur verið lögð mikil áhersla á hagkvæmni í rekstri en slík krafa hefur lengi verið uppi af hálfu stjórnvalda.

Lesa meira
New national hospital

Stefna og stefnuleysi að gefnu tilefni - 3. janúar 2006

Mikið hefur verið gert úr þeirri skoðun Ríkisendurskoðunar að nauðsynlegt sé að skýra stefnuna í heilbrigðisþjónustunni, sem minnst er á í annars ágætri skýrslu um sameiningu spítalanna í Reykjavík. Þetta er hraustlega mælt og sama gildir það sem haft er eftir forstjóra Landspítala - háskólasjúkrahúss í Morgunblaðinu að leiðsögn frá heilbrigðismálaráðherra um stefnu spítalans mætti vera skýrari. Það er ágætt að menn tali hreint út en ég verð að viðurkenna að ég er orðinn frekar leiður á sífelldum stefnuleysisumræðum, einkum um Landspítala - háskólasjúkrahús, vegna þess að mér finnst mönnum stundum sjást yfir að í daglegu starfi og í ákvörðunum sem verið er að taka frá degi til dags er fólgin stefna og stefnumótun. Einmitt þess vegna finnst mér ástæða til að leggja hér orð í belg.

Lesa meira
New national hospital

Ráðherra verður að gera greinarmun á heilbrigðiskerfi og sjúkrahúsi - 3. janúar 2006

Í hádegisfréttum Ríkisútvarps hinn 27. desember sl. var viðtal við ráðherra heilbrigðismála, þar sem fjallað var um kostnað í heilbrigðisþjónustu og áform um byggingu nýs spítala við Hringbraut. Tilefni viðtalsins voru m.a. greinarskrif mín og útvarpsviðtöl, þar sem ég kem fram með ábendingar um sambandið á milli sameiningar sjúkrahúsanna í Reykjavík á sl. áratug og vaxandi kostnaðar í heilbrigðisþjónustu, svo og gagnrýni mín á þá ákvörðun yfirvalda að byggja einn stóran spítala við Hringbraut.

Lesa meira