Fréttasafn: 2012

Fyrirsagnalisti

New national hospital

Forhönnun vegna nýrra bygginga lokið - 22. desember 2012

Forhönnun fyrir uppbyggingu við Landspítalann er nú lokið og afhenti SPITAL – hópurinn gögn vegna hönnunarinnar formlega í húsnæði Nýs Landspítala á Barónsstíg í vikunni. Helgi Már Halldórsson, arkitekt og hönnunarstjóri SPITAL, afhenti Gunnari Svavarssyni, stjórnarformanni NLSH, gögnin fyrir hönd hópsins.

Lesa meira
New national hospital

Gisting í boði - 18. desember 2012

Sigurður Guðmunsson læknir.  Birtist í MorgunblaðinuSviðið er sjúkradeild á Landspítala í morgunsárið. Veikt fólk liggur á öllum stofum deildarinnar, en einnig eru þrjú rúm á ganginum. Í þeim er líka fólk, veikt fólk. Maður er í fremsta rúminu, veikindalegur, grár og gugginn. Hann er að borða morgunmatinn, er að drepa smjöri á brauðsneið í skjannabirtu neonljósa gangsins. Hjúkrunarfræðingarnir eru á þönum að sinna sjúklingum, það er ys og þys, reyndar hávaði eins og stundum er í svipaðri mannmergð í flugstöðinni í Keflavík. Hann brosir til læknanna þegar þeir troða sér fram hjá rúminu til að komast inn á ganginn, en hvorki kvartar né skammar þá fyrir þennan aðbúnað sem honum er búinn, geðprýðismaður.

Lesa meira

Býður gistingu á ganginum - 17. desember 2012

Sviðið er sjúkradeild á Landspítala í morgunsárið. Veikt fólk liggur á öllum stofum deildarinnar, en einnig eru þrjú rúm á ganginum. Í þeim er líka fólk, veikt fólk" segir Sigurður Guðmundsson læknir í grein í Morgunblaðinu í dag. Mbl.is birtir einnig frétt um málið.

Lesa meira

Borgarstjórn samþykkti deiliskipulagið - 14. desember 2012

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti tillögur að breyttu aðalskipulagi og deiliskipulagi á lóð Landspítalans við Hringbraut á aukafundi sem haldinn var í gær. Skömmu áður hafði sveitarstjórn Kjósarhrepps samþykkt skipulagið.

Lesa meira
New national hospital

Blað um Landspítalann komið inn á vefinn - 13. desember 2012

Kynning á nýjum byggingum við Landspítalann og viðtöl við lækna, hjúkrunarfólk, sjúkraliða og háskólanema eru á meðal efnis í blaði sem sett hefur verið inn á vef Nýs Landspítala en blaðinu var dreift með Fréttablaðinu nú í lok nóvember. 

Lesa meira

Brýnt að endurnýja húsnæði til að mæta aukinni þörf - 13. desember 2012

Þjóðin eldist hratt og langvinnir sjúkdómar aukast og til að geta brugðist við aukinni þörf fyrir sjúkrahúsþjónustu verður að endurnýja húsakost Landspítalans. Þetta kom fram í máli þeirra Maríu Heimisdóttur, framkvæmdastjóra fjármálasviðs Landspítalans og Gyðu Baldursdóttur, hjúkrunarfræðings og verkefnastjóra hjá Nýjum Landspítala, í þættinum Í bítið á útvarpsstöðinni Bylgjunni á dögunum.

Lesa meira

„Spítalinn á að vera miðsvæðis og innan um aðra byggð“ - 12. desember 2012

Umræða um skipulagsmál er föst í nútíðinni og snýst allt of mikið um núverandi ástand umferðar, einkabílinn, bílastæði og mengun. Ferðamáti borgarbúa mun gjörbreytast og horfa verður til framtíðar í skipulagsmálum. Þetta kom fram í erindi Sigurðar Einarssonar arkitekts á samráðsþingi Nýs Landspítala sem haldið var í Hringsalnum á Landspítalanum við Hringbraut í gær. Hann segir að í sínum huga hafi aldrei komið annar staður til greina fyrir nýjar spítalabyggingar en Hringbrautin. Spítalinn eigi að vera miðsvæðis og innan um aðra byggð.

Lesa meira

Tillaga að deiliskipulagi samþykkt í skipulagsráði - 3. desember 2012

Skipulagsráð samþykkti í dag tillögu að deiliskipulagi á lóð Landspítalans við Hringbraut. Fjórir fulltrúar ráðsins greiddu atkvæði með tillögunni, tveir fulltrúar besta flokksins og tveir fulltrúar Samfylkingar. Þrír fulltrúar Sjálfstæðisflokks greiddu atkvæði á móti tillögunni.

Lesa meira
New national hospital

Leggja til að bygging spítalans verði opinber framkvæmd - 30. nóvember 2012

Lagt er til að bygging nýs Landspítala við Hringbraut verði hefðbundin opinber ríkisframkvæmd og horfið verði frá svokallaðri leiguleið sem fyrirhugað var að fara, að því er fram kemur í minnisblaði sem fjármála- og efnahagsráðherra og velferðarráðherra lögðu fram á ríkisstjórnarfundi í morgun. 

Lesa meira
New national hospital

Ekki gera ekki neitt - Um byggingu sameinaðs Landspítala - 22. nóvember 2012

Alma MöllerOfangreindu slagorði innheimtuþjónustu (notað með leyfi) er ætlað að vekja menn til umhugsunar um að stundum er dýrkeypt að aðhafast ekkert. Þannig er því einmitt farið með húsnæði og rekstur Landspítala. Við frestun á endanlegri sameiningu Landspítalans myndu tapast miklir fjármunir, annars vegar í óhagkvæmum rekstri og hins vegar í viðhaldi og viðbyggingum sem verða óhjákvæmilegar. 

Þá er ljóst að lélegur aðbúnaður, sem ekki er í takti við þarfir sjúklinga og starfsfólks, mun koma niður á öryggi sjúklinga og gæðum þjónustunnar. Loks er ótalið að núverandi húsnæði mun engan veginn anna aukinni þjónustuþörf vegna fjölgunar þjóðarinnar og hækkunar meðalaldurs. Sameining og stækkun Landspítalans mun hinsvegar auka virði heilbrigðisþjónustunnar (virði = gæði/kostnaður) með því að hvorutveggja auka gæði og minnka kostnað.

Lesa meira
New national hospital

Borgarstjórn samþykkti breytta svæðisskipulagstillögu - 20. nóvember 2012

Borgarstjórn samþykkti í dag breytingar á tillögu að svæðisskipulagi fyrir byggingarsvæði númer 5 vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar við Landspítalann. Í tillögunni er gert ráð fyrir tveimur breytingum. Annars vegar er hætt við Holtsgöng sem tengja áttu Sæbraut við Hringbraut. Hins vegar er gert ráð fyrir meira byggingamagni en áður á svonefndu byggingarsvæði 5, í tengslum við fyrirhugaða uppbyggingu við Landspítalann.

Lesa meira

Jákvæð umsögn um deiliskipulagið - 19. nóvember 2012

Metró-hópurinn svonefndi, sem unnið hefur að hagkvæmnisathugun á gagnsemi jarðlestakerfa fyrir almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu, skilaði fremur jákvæðri umsögn um deiliskipulag nýja Landspítalans við Hringbraut, að því er fram kom í frétt í Morgunblaðinu á dögunum. 

Lesa meira
Síða 1 af 6