Fréttasafn: 2012 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

Áhersla á umhverfisvæna hönnun - 13. nóvember 2012

Mikil áhersla er lögð á umhverfismál í hönnun nýrra bygginga Landspítalans þar sem heilsa og vellíðan notenda verða í fyrirrúmi. Þetta var á meðal þess sem fram kom á blaðmannafundi um nýja umhverfisstefnu Landspítalans í gær.

Lesa meira

Alvarlegt að fólk liggi á göngum - 7. nóvember 2012

Alvarlegt er að fólk liggi á göngum Landspítalans, segir slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins í viðtali við fréttastofu RÚV. Gangarnir séu flóttaleið ef eldur kviknar. Slökkviliðið þrýstir nú á Landspítalann að koma sjúklingum burt af göngunum. 

Lesa meira

Sjúklingar liggja á göngum spítalans - 31. október 2012

Allt að tólf manns þurfa að liggja á göngum Landspítalans um helgar vegna þess að ekki eru laus rúm á deildum, að því er fram kom í fréttum RÚV á dögunum. Fimm legudeildum hefur verið í heild eða að hluta breytt í dagdeildir síðustu þrjú ár og þannig hefur sjúkrarúmum fækkað til muna.

Lesa meira

Læknafélagið ályktar um nýjan spítala - 24. október 2012

Aðalfundur Læknafélags Íslands, sem haldinn var á Akureyri um helgina, ítrekar ályktun sína frá síðasta aðalfundi þess efnis að byggður verði nýr landspítali. 

Lesa meira

Nýr spítali aðkallandi - 23. október 2012

Hjúkrunarráð Landspítala skorar á Alþingi Íslendinga og Reykjavíkurborg að veita nýjum Landspítala við Hringbraut brautargengi, þrátt fyrir neikvæða umræðu undanfarið, að því er fram kemur í ályktun ráðsins.  

Lesa meira

Lyftur gjörgæsludeildar of litlar - 18. október 2012

Lyftur gjörgæsludeildar Landspítalans eru svo litlar að nauðsynleg tæki komast oft ekki í þær. Öndunarvélinni er oft sleppt þegar sjúklingar eru fluttir milli hæða, að því er fram kom í fréttum Stöðvar 2 á dögunum. Þar kom einnig fram að hugmyndir séu um að byggja utanáliggjandi lyftur á elsta hluta spítalans.

Lesa meira

Deila herbergi vegna húsnæðisvanda - 16. október 2012

Algengt er að karlar og konur deili herbergjum á legudeildum Landspítalans vegna húsnæðisvanda, að því er fram kemur í frétt Jóns Péturs Jónssonar blaðamanns á fréttavefnum mbl.is.  Sjúklingar og starfsmenn eru ekki hrifnir af þessari ráðstöfun en þar sem skortur er á einbýli er oft ekki annarra kosta völ.

Lesa meira

Samstarfið milli háskólans og spítalans mikilvægt - 11. október 2012

Samstarfið á milli Háskóla Íslands og Landspítalans er afar mikilvægt, bæði hvað varðar menntun og þjálfun nema, og vísindastarf og nýsköpun, að því er fram kom í máli Kristínar Ingólfsdóttur, rektors Háskóla Íslands, sem hélt erindi á samráðsþingi Nýs Landspítala sem haldið var í Hringsal Landspítala Háskólasjúkrahúss í gær. 

Lesa meira
New national hospital

Spurningum um Landspítala svarað - 26. september 2012

Ingólfur ÞórissonGuðrún Bryndís Karlsdóttir skrifar langa grein í Morgunblaðið þann 20. september og kýs að titla sig sem verkfræðing með sérsvið í sjúkrahússkipulagi. 

Þegar Landspítali leitar eftir sérfræðingum í skipulagi sjúkrahúsa er gerð krafa um langa starfsreynslu.  Gerð er krafa um að viðkomandi hafi víðtæka þekkingu á allri starfsemi sjúkrahúsa, þörfum, tengslum og verkferlum. Sem dæmi má nefna að í forvali fyrir samkeppni um nýjan Landspítala þurfti sérfræðingur í skipulagningu sjúkrahúsa að hafa skipulagt meira en 500 rúma sjúkrahús til þess að fá fullt hús stiga. Það er sjúkrahús sem er af áþekkri stærð og Landspítali er núna. Slík starfsreynsla samsvarar 5-10 ára samfelldri vinnu. Nýútskrifaður byggingarverkfræðingur frá HÍ er fjarri því að uppfylla ofangreindar kröfur. 

Lesa meira

Bætum aðstöðu og spörum í rekstri - 26. september 2012

Nýbygging Landspítala er til þess að stórbæta aðstöðu sjúklinga og starfsmanna og ná sparnaði í rekstrarkostnaði með sameiningu starfseminnar, segir Ingólfur Þórisson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Landspítala, í grein í Morgunblaðinu.

Lesa meira

Vegna umræðu um kostnað við spítalabyggingu - 24. september 2012

Vegna frétta í fjölmiðlum á föstudag um áætlaðan kostnað við stækkun Landspítala, vill verkefnastjórn Nýs Landspítala koma eftirfarandi staðreyndum á framfæri:

Vinnu við forhönnun fyrirhugaðra bygginga vegna stækkunar Landspítala er nú að ljúka.  Um er að ræða þrjár sjúkrahússbyggingar (meðferðarkjarna, rannsóknarhús og sjúkrahótel) samtals um 76 þús fm og auk þess bílastæðahús fyrir um 560 bíla.  Forhönnunin sem er um 20-25% hönnun, byggir á vinningstillögu ráðgjafateymisins SPITAL og þarfagreiningu Landspítala á nauðsynlegri stærð einstakra rýma.    

Lesa meira

Barnakynslóðin sprengir utan af sér sjúkrahúsin - 24. september 2012

Við megum ekki bíða deginum lengur með að bregðast við fjölgun eldri borgara á Íslandi segir María Heimisdóttir, læknir og framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítalans, í viðtali sem birtist í Fréttatímanum á dögunum. Hún segir endurnýjun á húsnæði spítalans vera eina forsendu þess að hægt sé að tryggja örugga og fullnægjandi þjónustu við hinn stóra hóp eldri landsmanna til framtíðar.

Lesa meira
Síða 2 af 6