Fréttir


Fréttasafn: nóvember 2009

Fyrirsagnalisti

New national hospital

Löngu ákveðið að sameina Landspítala við Hringbraut - 19. nóvember 2009

Nú þegar hillir undir að loksins verði hafist handa um uppbyggingu sameinaðs sjúkrahúss í Reykjavík, Landspítala við Hringbraut, hafa eina ferðina enn vaknað upp umræður í fjölmiðlum og á bloggsíðum um staðarval hins nýja Landspítala þrátt fyrir að ákvörðun þar um hafi verið tekin fyrir löngu af þar til bærum aðilum.Þar sem nokkuð virðist skorta upp á að ýmsir þeir sem hafa tjáð sig um staðarvalið hafi kynnt sér rökin fyrir þessari ákvörðun teljum við nauðsynlegt að draga þau saman í stuttu máli. Allar skýrslur og greinargerðir er lúta að efninu má nálgast á verkefnavef nýs háskólasjúkrahúss,www.haskolasjukrahus.is

Lesa meira
New national hospital

Landspítali-háskólasjúkrahús – óráðleg framkvæmd á röngum stað - 12. nóvember 2009

Nokkrir stjórnmálamenn hafa að undanförnu haft það á orði, að ákvarðanir um skipulagsmál væru mjög „pólitískar“. Það þýðir væntanlega, að þeim finnist tímabært að hafa afskipti af skipulagsmálum í mikilli alvöru. Stjórnmálamenn eru meðal annars til þess kjörnir, að móta stefnu sem fram kemur í skipulagi. Það er þó ekki þar með sagt, að þeir hafi frjálsar hendur til að gera hvað sem þeim dettur í hug. Nú, á 21. öldinni er fólk um allan heim farið að gera auknar kröfur til stjórnmálamanna um að þeir vandi vel, og betur en fyrr, til hverskonar stefnumótunar og meti vandlega þá kosti, sem til greina koma. Sú krafa verður sífellt háværari, að kjósendur fái að vita hvað mismunandi stefnumótun kostar og hvaða afleiðingar hún hefur, ekki bara á umhverfið, heldur líka á líf okkar og framtíð, ákvarðanatakan sé gagnsæ, kostir og gallar kynntir og verðmiðinn skrifaður á grundvelli bestu fáanlegu upplýsinga. Það erum jú við, skattborgararnir, sem pungum út fjármununum þegar upp er staðið. 

Lesa meira