Fréttir


Fréttasafn: apríl 2013

Fyrirsagnalisti

Forval vegna hönnunar nýrra Landspítalabygginga auglýst - 22. apríl 2013

Nýr Landspítali ohf. auglýsir frá og með deginum á morgun, þriðjudeginum 23. apríl, eftir umsækjendum til að taka þátt í útboði á hönnun nýrra bygginga sem verða hluti af nýjum Landspítala við Hringbraut. Um er að ræða opið forval bjóðenda auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu (EES), en útboðin verða lokuð öðrum en þeim sem tekið hafa þátt í forvalinu og uppfyllt allar kröfur þess.

Lesa meira

Forval á næstu vikum - 4. apríl 2013

Á  næstu vikum verður farið í forval fyrir byggingu nýs Landspítala þar sem leitað verður eftir hönnunarhópum sem tekið geta þátt í verkefninu. Vegna stærðar verkefnisins þarf valið að fara fram á EES svæðinu. Þetta kom fram í viðtali við Gunnar Svavarsson, formann stjórnar og byggingarnefndar NLSH ohf., í Morgunútvarpinu á Rás 2 á dögunum.


Í viðtalinu rekur Gunnar hvernig í raun var farið af stað með spítalamálið í þriðja sinn haustið 2009 þegar haldin var samkeppni um tillögu að forhönnun bygginganna. Fimm hópar tóku þátt en Spital-hópurinn, sem samanstóð af fulltrúum frá níu arkitekta- og verkfræðistofa, innlendum og erlendum, sigraði. Hönnunarvinnan hefur farið fram síðustu tvö ár og er nú búið að hanna 25% verksins en 75% eru eftir.

Lesa meira

Undirbúningur gæti hafist í apríl - 2. apríl 2013

Formaður fjárlaganefndar Alþingis vonast til þess að undirbúningur að smíði nýs Landspítala við Hringbraut geti hafist í apríl, að því er fram kom í fréttum Bylgjunnar á dögunum.

Björn Valur Gíslason, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að undirbúningur að smíði nýs spítala við Hringbraut muni vonandi hefjast í apríl en þingið samþykkti frumvarp um stofnun opinbers hlutafélags um byggingu nýs Landspítala rétt fyrir þinglok.

Lesa meira