Fréttasafn: 2008

Fyrirsagnalisti

New national hospital

Teningnum er kastað – nýtt Háskólasjúkrahús - 1. mars 2008

Dagurinn 27. febrúar 2008 mun lengi vera í minnum hafður á Landspítalanum. Í dag gerðist það sem allir starfsmenn Landspítalans hafa beðið eftir árum saman. Heilbrigðisráðherra, Guðlaugur Þór, Inga Jóna og fleiri háttsettir embættismenn héldu fund með okkur starfsmönnunum. Það er ekki á hverjum degi sem svo fríður hópur mætir á fund með okkur enda var mjög vel mætt af hálfu starfsmanna. Það var mikil eftirvænting í hópnum. Við fórum ekki tómhent af fundinum. 

Lesa meira
New national hospital

Hvað miðar uppbyggingu Landspítalans? - 16. febrúar 2008

Vitanlega voru um það skiptar skoðanir meðal almennings og starfsmanna spítalanna, hvort sameina ætti sjúkrahúsin í Reykjavík árið 2000. En meginröksemdin fyrir sameiningunni var, að nú yrði stofnað til nútímalegs háskólasjúkrahúss, sem stæði undir nafni á alþjóðavísu, hvað varðaði stærð, fjölbreytilega þjónustu og vísindalegan grundvöll. Það var þessi sýn, sem olli því að langflestir læknar snerust til fylgis við sameininguna. Starfsmenn spítalanna og allur almenningur skildi líka þörfina fyrir nýja spítalabyggingu, sem leysti af hólmi úreltar og óhagkvæmar byggingar, og aðbúnaður sjúklinga yrði í samræmi við kröfur tímans og aðstæður í landinu. 

Lesa meira
New national hospital

Nýr spítali – miðstöð þjónustu, þekkingar og nýsköpunar - 2. febrúar 2008

Íslendingar eru flestum þjóðum langlífari og ungbarnadauði er fátíðari hér en víðast hvar. Heilbrigði þjóðarinnar er meðal þess sem skipar Íslendingum í fremstu röð á samanburðarlistum yfir velsæld. Hér hefur byggst upp samfélag sem einkennist af háu menntunarstigi, efnahagslegri velsæld og góðri almennri heilbrigðisþjónustu. 

Lesa meira